Bryggjuhátíð - verkefnastjórar óskast

Kæru félagsmenn.

Fyrirhuguð er hin árlega bryggjuhátíð, laugardaginn 13. júlí nk.

Stjórn Snarfara óskar eftir aðstoð við skipulagningu hátíðinnar.

Aðilar munu hafa umsjón með heildarskipulagningu; s.s. skráningu á hátíð, veitingum, skemmtiatriðum o.s.frv.

Bryggjuhátíð er fyrirhuguð laugardaginn 13. júlí nk. á athafnarsvæði Snarfara líkt og síðustu ár.

Hafir þú áhuga á því að aðstoða við skipulagningu, vinsamlegast skráðu þig hér: Skrá mig