Flakkari

Þegar nýir félagsmenn ganga í Snarfara getur verið bið eftir föstu bryggjustæði. Geta þá félagsmenn skráð sig sem flakkara og fá þeir þá leyfi til að nýta sér stæði annarra bátaeigenda sem ekki nota sitt bryggjustæði tímabundið.

Ástæður geta verið ýmsar en má svo sem nefna:

  • Viðgerðarhlé á landi í skemmri eða lengri tíma
  • Báturinn er staðsettur annars staðar á landinu á veiðum til skemmri eða lengri tíma
  • Sjósetning eftir vetrarstöðu á landi dregst af einhverjum ástæðum

..svo dæmi séu tekin.

Hafnarstjóri hefur samkvæmt reglum félagsins heimild til að nýta laus stæði sem flakkarastæði. Komi eigandi báts sem upphaflega hafði verið úthlutað bryggjustæðinu þarf flakkarinn að víkja og hafnarstjóri að finna annað stæði fyrir þann bát, sé það laust.

Áréttað skal, að þó stæði sé úthlutað er hafnarstjóra heimilt að færa báta til og endurraða, færa á milli bryggja til hagsbóta fyrir félagið. Engin bátur á fast stæði til lengri tíma og þegar bátar eru seldir þá er ekki sjálfgefið að nýr eigandi haldi stæði og er framsal þess óheimilt. Snarfari á öll bryggjustæði og ráðstafar þeim eftir þörfum fyrir hvert tímabil og gerir breytingar ef þörf er á.

Hafir þú áhuga á því að skrá þig sem flakkara er bent á netfangið snarfari@snarfari.is.

Eigir þú eftir að sækja um aðild að félaginu geturðu hakað í umsókn um flakkarastæði í umsóknarferlinu.

Nánari upplýsingar veitir stjórn Snarfara á netfangið snarfari@snarfari.is.