Lög Snarfara

Lögum Snarfara var síðast breytt á aðalfundi 2019.

1. gr.

Nafn félagsins er Snarfari, félag sportbátaeigenda. Lögheimili félagsins er Reykjavík og skal skrá þar í firmaskrá.

2. gr.

Markmið félagsins er að efna til samvinnu þeirra, sem hafa áhuga á að efla siglingar og sjósókn sem íþróttagrein. Í þessum tilgangi mun félagið hafa forgöngu um að bæta aðstöðu fyrir sportbáta á félagssvæðinu og gangast fyrir tilsögn um allt er lýtur að sjómennsku og öryggi á sjó.

3.gr.

Umsókn um aðild að félaginu skal vera skrifleg, rafræn eða á pappír, og sendast stjórn félagsins með tryggum hætti. Aðild tekur ekki gildi, fyrr en stjórn hefur samþykkt hana og umsækjandi hefur greitt inntökugjald og árgjald.

Makar og börn félagsmanna ásamt skráðum meðeigendum Snarfarabáta geta sótt um aðild að félaginu gegn greiðslu 50% af inntökugjaldi. Umsækjendur undir 40 ára aldri á skráningardegi eiga rétt á 50% afslætti af inntökugjaldi.

Senda skal stjórn félagsins umsókn með sama hætti og áður er getið. Aðild tekur ekki gildi, fyrr en stjórn hefur samþykkt hana og umsækjandi hefur greitt inntökugjald og árgjald

4. gr.

Félagsmönnum er óheimilt að lána eða framselja réttindi sín hjá félaginu, hvort heldur er til annars félagsmanns eða utanfélagsmanns.

5. gr.

Stjórnin getur gert brottrækan félagsmann, sem í trássi við aðvörun brýtur reglur félagsins, stendur ekki í skilum með árgjöld, eða með framferði sínu vinnur gegn hagsmunum félagsins.

6. gr.

Að fenginni einróma tillögu stjórnar getur aðalfundur félagsins útnefnt félagsmenn eða aðra heiðursfélaga fyrir mikilvægt framlag í þágu félagsins. Slíka tillögu skal bera undir aðalfund og þarf 2/3 greiddra atkvæða til að ná samþykki. Heiðursfélagar greiða ekki árgjald.

7. gr.

Félagsgjöld og önnur gjöld samkvæmt þessari grein skulu ákveðin af aðalfundi félagsins. Þau falla í gjalddaga í ársbyrjun og skulu greiðast í síðasta lagi fyrir lok marsmánaðar.

Gjöldin eru: a) Inntökugjald b) Árgjald c) Aðstöðugjald fyrir hvern bát félagsmanna d) Bryggjugjald ef félagsmaður hefur bryggjuaðstöðu

8. gr.

Reikningsár félagsins er frá 1. nóvember til 31. október. Aðalfundur er æðsti ákvörðunartaki félagsins og skalhalda fyrir lok janúar árið eftir starfsár. Aðalfundskal boða bréflega, rafrænt eða á pappír, með tveggja vikna fyrirvara. Tilkynna skal dagskrá í fundarboði. Óski félagsmaður að taka upp á aðalfundi sérstakt mál, skal hann tilkynna það stjórn félagsins með 4ra vikna fyrirvara. Á aðalfundi skal taka fyrir: 1. Ársskýrslu stjórnar 2. Endurskoðaða reikninga félagsins 3. Innkomnar tillögur félagsmanna 4. Kosningar:

9. gr.

A. Kosning formanns.

B. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára. C. Kosning þriggja varamanna í stjórn. D. Kosning tveggja félagskjörinna endurskoðenda.

5. Önnur mál

10. gr. Aðalfundur velur sér fundarstjóra og fundarritara úr röðum félagsmanna.

11. gr.

Ákvarðanir á aðalfundi eru teknar með einföldum meirihluta atkvæða nema annað sé tiltekið í lögum félagsins. Fundarstjóri getur ákveðið skriflega, leynilega atkvæðagreiðslu um viss mál og ber að gera það, ef minnst 10 félagsmenn óska þess.

12. gr.

Kjörgengir í stjórn eða til annarra trúnaðarstarfa eru allir félagsmenn með fulla félagsaðild, sem skuldlausir eru við félagið. Stjórn félagsins skipa 5 menn í aðalstjórn og 3 í varastjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin hefur framkvæmdavald í félaginu, kemur fram fyrir hönd félagsins út á við, annast daglegan rekstur og fjármál og boðar til funda í félaginu. Stjórnin ræður starfsmenn og útnefnir nefndir til að leysa ákveðin verkefni. Stjórnin ákveður í samvinnu við nefndir á vegum félagsins starfssvið nefndanna og fjallar um ákvarðanir teknar af þeim. Stjórnin hefur fundi eftir þörfum og ber að leggja fyrir aðalfund ársskýrslu og endurskoðaða reikninga. Stjórnin er ákvörðunarhæf, þegar formaður eða varaformaður og að auki minnst 2 stjórnarmenn eru viðstaddir. Stjórnarformaður auk tveggja stjórnarmanna skuldbinda félagið með undirskriftum sínum.

13. gr.

Stjórnin getur boðað til fundar um sérstök félagsmál. Stjórninni ber einnig að boða til fundar ef 10 félagsmenn fara fram á það skriflega og tilkynna hvaða mál óskast tekin til umræðu. Almennan félagsfund skal halda í april eða maí mánuði ár hvert.

Merki félagsins er:

14. gr.

15. gr.

Heimild til að sameina félagið öðru félagi sportbátaeigenda á félagssvæðinu og skal tilkynna í fundarboði og taka fyrir á aðalfundi og þarf að samþykkjast af minnst 2/3 hlutum félagsmanna.

16. gr.

Tillögur um breytingar eða viðbætur við lög félagsins skal skila til stjórnar í síðasta lagi fjórum vikum fyrir aðalfund. Þarf samþykki minnst 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna á tillögunum á aðalfundi.

17. gr.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa félagsmenn með fulla félagsaðild, sem eru skuldlausir við félagið og mættir eru.

18. gr.

Félaginu er hægt að slíta að tillögu stjórnar með samþykki minnst 4/5 hluta allra félagsmanna. Tillögu um félagsslit skal taka fyrir á sérstökum fundi og skal taka fram í fundarboði um tillögu um slit á félaginu. Sá fundur skal einnig ákveða um ráðstöfun á eignum félagsins.

Lögin þannig samþykkt á aðalfundi Snarfara, félags sportbátaeigenda 2019