Sjómannadagskaffi 2. júní

Sjómannadegi verður fagnað á sunnudaginn, 2. júní kl. 15:00.

Í tilefni dagsins efnum við til kaffisamsætis eins og venjan hefur verið síðustu árin. 

Kaffiboðið verður með hefðbundnu sniði og vonumst við til þess að sjá sem flesta Snarfarafélaga og þeirra fjölskyldur.

Veislan hefst kl. 15:00 í félagsheimili Snarfara og stendur fram eftir degi.

Hoppukastali og trampolín verður á svæðinu ef veður leyfir.

Við hlökkum til að gleðjast og fagna með ykkur á þessum hátíðardegi sjómanna.

PS: Allar heimalagaðar kaffiveitingar eru þegnar með þökkum.