Laugardaginn 24. ágúst er stefnt á að halda Menningarnótt í Reykjavík.
Að því gefnu að hátíðin verði haldin stefnir Snarfari á árlegan Þerneyjardag með siglingu inn í Reykjavík að njóta flugeldasýningarinnar.
Byrjum upp úr kl. 16:00 og grillum grillmat og skálum í Þerney. Þegar líða tekur á kvöld geta þeir sem vilja siglt inn í Reykjavík að kíkja á flugeldasýninguna.