Hópferð á Ljósanótt

Dagana 1.-4. september fer fram hin árlega Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Gert hefur verið hlé á Ljósanótt frá því fyrir Covid faraldur svo ætla má að hátíðin í ár verði sértaklega vönduð.

Á heimasíðu Ljósanætur stendur:

Áhersla er jafnan lögð á fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags og hámarki nær hátíðin á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu.

Hittumst í Snarfara um hádegið á laugardeginum og siglum saman suður á Reykjanesið. Njótum skemmtunar og flugeldasýningar áður en haldið er heim eða gistum á yfir nótt.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.