Viðburðadagatal 2023

Stjórn Snarfara hefur lokið við viðburðadagatal fyrir sumarið 2023.

Dagatalið samanstendur af árlegum viðburðum, svo sem Þerneyjargrilli og hópferð á Menningarnótt.

Opna dagatal

 

Dagatalið er og verður lifandi skjal sem verður breytt og bætt þegar nær dregur sumri.

Eins og félagsmenn vita hefur aðstöðu okkar í Hvammsvík verið lokað svo hin árlega Hvammsvíkurhátíð verður færð heim í Snarfara og stendur til að halda gott bryggjupartý þess í stað.

Takið dagana frá og skemmtum okkur saman í sumar.

Stjórn.