Vetrarlokun hafnar - 15. október

Ágætu félagar.

Höfninni verður lokað þann 15. október nk. Þeir sem ætla sér að hafa báta sína niðri í vetur fá aðstöðu á A bryggju og bátar af B og C bryggjum verða færðir yfir á A bryggju eftir fyrirmælum hafnarstjóra.
Vinsamlegast ekki færa báta ykkar fyrr en ykkur hefur verið úthlutað nýju stæði.

SKRÁ MIG Á VETRARSTÆÐI

Allir bátar sem enn eru í höfninni þann 1. nóvember munu fá senda rukkun um vetrargjald og einnig úthlutað nýju stæði á A bryggju.

Hörður Már hafnarstjóri hefur umsjón með tilfærslu yfir á vetrarstæði.

Stjórn.