Vetrarlokun á bryggjum - lokaítrekun

Eins og samþykkt var með einróma samþykki á aðalfundi félagsins þann 16. febrúar sl., tók bryggjulokunin gildi þann 15. október.
Hafa margir bátar verið teknir á land en þó er en talsverður fjöldi báta niðri enn.

Nú stendur til að aftengja rafmagn, vatn og landganga við A, B og C bryggjur og verður það gert fyrirvaralaust á næstu dögum þegar aðstæður eru hentugar, m.t.t. sjávarfalla, veðurs og mannskapar.

Þetta er því lokaviðvörun til bátaeigenda báta sem enn eru á floti að setja sig hið snarasta í samband við stjórn og óska eftir þjónustu við að taka bátana á land.

Sjá símanúmer stjórnar