Kæru Snarfarafélagar.
Í dag, 18. september, fagnar Snarfari - félag sportbátaeigenda 50 ára afmæli.
Stjórnin vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum á undanförnum áratugum. Sjálfboðaliðar og félagsmenn hafa gert það að verkum að félagið stendur sterkt í dag, með framúrskarandi aðstöðu og heilmargt í pípunum.
Framundan eru nýjar áskoranir og tækifæri. Við ætlum áfram að efla starf félagsins, styðja við félagsmenn og tryggja að félagið verði jafn mikilvægt næstu 50 árin og það hefur verið hingað til.
Við óskum ykkur öllum innilega til hamingju með þennan merka áfanga.
Þetta er stór dagur í sögu félagsins og tilefni til að líta bæði um öxl og fram á veginn.
Stjórn minnir á hátíðarkaffi í félagsheimili í dag milli kl. 16 og 18.
Með þakklæti og hlýjum kveðjum,
Stjórn Snarfara.