Sjómannadagur í Snarfara

Ágætu félagar.

Sjómannadegi verður fagnað sunnudaginn, 4. júní kl. 15:00.

Í tilefni dagsins efnum við til kaffisamsætis í félagsheimili Snarfara eins og venjan hefur verið síðustu árin.

Kaffiboðið verður með hefðbundnu sniði og vonumst við til þess að sjá sem flesta Snarfarafélaga og þeirra fjölskyldur.

Kaffið hefst kl. 15:00 og stendur fram eftir degi.

Hoppukastali og trampolín verður á svæðinu.

Líkt og síðustu ár verður hátíðarterta í boði félagsins en eins og venjan er hafa félagsmenn og þeirra fjölskyldur oft og tíðum lagt á hlaðborðið heimalagaðar kræsingar. Við þiggjum með þökkum allar veitingar sem fólk vill leggja til enda stefnir í góða mætingu í ár og sennilega veitir ekki af.
Við hlökkum til að gleðjast og fagna með ykkur á þessum hátíðardegi sjómanna.
Kveðja frá stjórn Snarfara.