Aðalfundur Snarfara

Snarfari
Snarfari

Aðalfundur Snarfara var haldinn á fimmtudaginn sl. og mættu alls um 70 Snarfarafélagar.
Fundarstjóri var kjörinn Finnur Torfi Stefánsson og fundarritari Pétur Örn Valmundarson.

Fundurinn var með hefðbundnu sniði, formaður las skýrslu stjórnar, ársreikningur var útskýrður og var svo haldin kosning stjórnar.
Niðurstöður kosningar voru svohljóðandi:

Formaður: Hafþór Lyngberg Sigðurðsson
Meðstjórnendur (til tveggja ára): Hörður Már Harðarson og Jóhann Rúnar Guðbjarnason
Varamenn: Jón Rósmann Mýrdal, Jónas Hermannsson og Pétur Örn Valmundarson
Endurskoðendur: Finnur Sveinbjörsson og Otto H. Guðmundsson

Í lok fundar var boðið upp á léttar veitingar og var létt og góð stemning á fundinum. Gaman að hitta félagana án takmarkana og grímuskyldu.

Við þökkum fyrir góða mætingu og tökum vel á móti viðburðarríku vori og sumri sem er handan við hornið.

Stjórn.