Lokun A, B og C bryggja, 15. október

Kæru Snarfarafélagar.

Stjórn minnir á fyrirhugaða lokun á öllum bryggjum Snarfara fyrir veturinn og er verða landgangar teknir upp á land þann 15. október nk. eins og lagt var til og samþykkt á síðasta aðalfundi þann 16. febrúar sl.

Tillaga borin upp á fundi, höfninni lokað á hausti og opnuð á vori. (15.okt-1.apríl) Tillagan er samþykkt með afgerandi meirihluta – enginn kaus á móti.
(úr fundargerð aðalfundar)

Bátaeigendur eru hvattir til að fara að huga að vögnum sínum og vöggum svo allt geti gengið smurt þegar að lokuninni kemur.

Stjórn Snarfara.