Hvammsvík - staða mála

Fyrir fáeinum vikum varð Hvammsvíkurbryggjan fyrir verulegu tjóni.
Veður og straumar eru tjónvaldar og viðgerðin verður talsverð.

Það er því ljóst að sumarið í Hvammsvík var stutt þetta síðasta ár sem samningur okkar um aðstöðu þar er í gildi.
Þetta er leitt fyrir okkur öll og mikið áfall.

Á meðan framtíð Snarfara í Hvammsvík er enn óljós er ekki vert að leggjast í viðgerð.
Möguleika á áframhaldandi samstarfi er verið að skoða með landeiganda og niðurstaða á því verður tilkynnt þegar hún liggur fyrir og verður þá einnig tekin ákvörðun um framtíð bryggjunar sjálfrar og hvort unnt sé að bjarga henni og framkvæma viðgerðir.

Fyrirhuguð Hvammsvíkurhátíð 16. júlí fellur niður.

Stjórn.