Hreinsunarhelgi og lyklaskipti

Kæru Snarfarafélagar.

Um helgina stendur til að halda hina árlegu fjölskyldu- og hreinsunarhelgi í Snarfara.

Við byrjum kl. 10 báða dagana og ef vel gengur og mæting er góð verðum við komin í grillið upp úr hádeginu.

Eins og staðan er núna er einhver væta í kortunum á laugardeginum en blíðskaparveður á sunnudaginn. Við skiptum því verkum þannig að þau verk sem ekki er hægt að vinna í rigningu verða unnin á sunnudeginum.

Við hvetjum félagsmenn alla til að mæta um helgina og bjóða fjölskyldunni með enda forgangsmál að blása í hoppukastalann og setja upp trampólínið.

Þá vekjum við athyghli á því að lyklaskipti verða á laugardaginn frá 10-15 og verða nýir sílendar settir í seinna um daginn.

Félagsmenn skila lykli og fá nýjan eins og tíðkast. Allar skuldir skulu vera uppgerðar fyrir lyklaskiptin og skulu félagsmenn sem ekki hafi skráð sig á næturvaktir að gera slíkt á sama tíma.  Eigir þú útistandandi skuld/ir við félagið biðjum við þig að gera þær upp eigi síðar en föstudaginn 9. maí til að eiga kost á nýjum lykli en skipt verður um sílendera á laugardeginum.

Laugardaginn 10. maí hætta núgildandi lyklar að virka.

Eigir þú ekki kost á að klára uppgjör fyrir tilsettan dag frestast afhending á nýjum lykli þar til skuld hefur verið gerð upp og biðjum við um kvittun fyrir skuldum sem eru gerðar upp eftir 9. maí. (Skuldir gerðar upp fyrir umbeðinn dag uppfærast í bókhaldskerfi okkar og þarf því ekki að sýna kvittanir fyrir þeim)

Hér að neðan er lauflétt fjöldakönnun svo betur megi áætla fyrir verkefni og grillið.
Vinsamlegast smellið hér að neðan til að merkja.

Smelltu til að svara