Gleðilegt sumar!

Stjórn Snarfara óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Viðburðir sumarsins verða kynntir fljótlega en stjórnin leggur nú lokahönd á að ákveða dagsetningarnar.

Hreinsunardagur, sjómannadagskaffi, bryggjuhátíð og fleira verður allt á sínum stað eins og vera ber.