Gleðilega þjóðhátíð

Kæru Snarfarafélagar.

Stjórnin óskar félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar þjóðhátíðar í dag 17. júní.

Í dag er gott veður til siglinga og útiveru og vonandi að einhverjir munu nýta sér tækifærið.

Vegna þess hve sumarið færist hægt yfir höfum við þurft að fresta viðburðum eins og hreinsunardegi og Þerneyjargrilli sem voru á dagskrá í júní. Viðburðirnir eru áfram á dagskrá og munum við auglýsa þá þegar að því kemur. Það er allra hagur að skemmta sér og vinna í góðu veðri og góðum félagskap.

Njótið dagsins!

Stjórn Snarfara.