Fréttabréf - Menningarnótt og fleira

Menningarnótt

Á viðburðarskrá félagsins er fyrirhugað Þerneyjargrill á laugardaginn og þar sem Menningarnótt er einnig á laugardag er tilvalið að renna inn í Reykjavík um kvöldið og njóta flugeldasýningarinnar.
Samkvæmt venju hefur stjórn lagt til amk. tvær dagsetningar á sumri fyrir Þerneyjargrill þó félagsmönnum sé velkomið að nota aðstöðuna hvenær sem er.

Leiðindaveðurspá er reyndar fyrir laugardaginn með vætu og sunnanátt. Tjaldið í landi og stendur ekki til að tjalda yfir prammann fyrir helgina. Vonandi rætist úr veðrinu.

Eins og sakir standa er ekki von á sérstakri skipulagningu að hálfu stjórnar heldur hvetur stjórn félagsmenn að merkja við sig á Facebook viðburði í tengslum við daginn okkar.

Sérstök athygli er vakin á því að flugeldasýningin hefst kl. 22:00 en ekki 23:00 eins og tíðkast hefur síðustu árin.


Sjósund á föstudag milli lands og Viðeyjar

SJÓR (Félag sund og sjóbaðsfélag Reykjavíkur), stendur fyrir sjósundsviðburði föstudaginn 22.ágúst milli 19-20:20.
Þá verður synt frá Gufunesi út í Viðey og til baka. Björgunarsveit verður á staðnum að gæta öryggis sundfólks.
SJÓR biðla til félagsmanna Snarfara að gæta tillitsemi meðan á sundi stendur.

Sjá á kortið fyrihugaða leið sundmanna.

Eins og sést er hér þveruð vinsæl leið Snarfarafélaga frá Snarfarahöfn út í Þerney.


50 ára afmæli framundan!

Undirbúningur fyrir stórafmæli félagsins er í fullum gangi og verður dagskrá auglýst á næstu dögum.
Þangað til minnum við á tvær lykilsetningar; 18. sept og 20. sept.

Takið þessar dagsetningar frá og fylgist með tilkynningum stjórnar.

Nóg í bili,

Kveðja, stjórn.