Bryggjuhátíð

Kæru Snarfarafélagar, nú loksins fögnum við saman!

Laugardaginn 30. september sláum við upp bryggjuhátíð í félagsheimili Snarfara og er öllum félagsmönnum og þeirra mökum boðið.

Fordrykkur hefst kl. 18:00 og mun grillvagninn svo mæta á staðinn og sjá um að grilla ofan í gesti alvöru grillmat ásamt dýrindis meðlæti. Yfir borðhaldi er boðið upp á léttvín; bjór, hvítvín og rauðvín.

Að borðhaldi loknu skemmtum við okkur svo saman fram eftir kvöldi.

Snarfari greiðir grillvagninn, léttvín og aðra óáfenga drykki svo þessi skemmtun er félagsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir mætingu upp á að áætla mat og drykki o.þ.h.
Hægt er að skrá sig á skráningarblað í félagsheimili en einnig með því að smella á skráningarflipann hér fyrir neðan.

Lokað hefur verið fyrir skráningu.