Helgina 18. - 19. júlí sláum við upp bryggjuhátíð í félagsheimili Snarfara.
Föstudagur 18. júlí - Kjötsúpa og pubquiz
- Fjörið hefst með fordrykk kl. 18:00.
- Klassísk kjötsúpa
- Kaldur á krana í boði Snarfara
- Pubquiz um kvöldið þar sem keppt verður á fjögurra manna borðum
- Setið og spjallað fram eftir kvöldi
Laugardagur 19. júlí - Bryggjuhátíð
- Morgunverður í félagsheimili í boði Snarfara mili 09:00 og 11:00
- Trampólín, hoppukastali og íspinnar fyrir börnin yfir daginn
- Bryggjuhátíð hefst kl. 18 með fordrykk og mun Höfðakaffi sjá um að grilla ofan í hópinn
- Léttvín, hvítt & rautt með mat í boði Snarfara. Um að gera að grípa með sér veigar í poka.
- Hljómsveit stígur á stokk um kl. 22:00. Rokksveit Jonna Ólafs og Svitabandið munu slá saman kröftum sínum fyrir Snarfaragesti.
Matseðill kvöldsins er grillað lambafillet að hætti Höfðakaffi.
Marás ætlar að setja upp sýningu á báti og mun Cruiser klúbburinn sýna flotta bíla fyrir gesti og gangandi.
Gisting: Stjórn hvetur félagsmenn til að gista á staðnum í bátum sínum fyrir þá sem eiga kost á því en einnig er velkomið að koma með húsbíla, hjólhýsi eða aðra ferðavagna á staðinn. Nóg rafmagn fyrir alla. Einnig mun stjórn slá grasið við félagsheimilið svo einnig er hægt að gista í tjöldum.
Verð:
- Föstuagur: Súpukvöld: 2.000 kr. á mann - súpa & bjór
- Laugadagur: Bryggjuhátíð: 5.000 kr. á mann - grillveisla & léttvín
Skráning er hafin og hvetjum við félagsmenn að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að áætla fjöldann í tæka tíð.
Skráningu lýkur miðvikudagin 16. júlí.
SKRÁ MIG