Kæru Snarfarafélagar.
Stjórn minnir á að skráningu lýkur í kvöld á afmæliskvöldverðinn.
Laugardagurinn 20. September
Á laugardagskvöldið verður heljarinnar afmælisveisla og partý í félagsheimili Snarfara og þar sem vín verður í boði verður 20 ára aldurstakmark á þennan viðburð.
Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk í boði Snarfara.
Kokkar grillvagnsins galdra fram kræsingar eins og þeim einum er lagið:
Heilgrilluð Nautalund og Heilgrillað Lambalæri
Yfir borðhaldi býður Snarfari upp á léttvín.
Ingó Veðurguð lítur við þegar líður á kvöldið og rífur upp góða sing-along stemningu með kassagítarinn.
Félagsmenn hvattir til að kippa með sér fljótandi veigum til að eiga fram á kvöld.
Miðaverð: 8.000 kr. per mann - snyrtilegur klæðnaður
Skráningu lokið.

Snarfarafélögum og fjölskyldum boðið upp á afmæliskaffi í félagsheimili milli kl. 16 og 18.
Snittur og aðrar kaffiveitingar í boði á 50 ára afmælisdaginn.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Allar spurningar og ábendingar berist til stjórnar Snarfara á snarfari@snarfari.is
Kær afmæliskveðja - stjórn.