50 ára afmæli Snarfara í vikunni

Kæru Snarfarafélagar.

Næsta vika verður full af viðburðum hjá félaginu enda fögnum við 50 ára afmæli þann 18. september.

 

Fimmtudagurinn 18. september

Afmæliskaffi í félagsheimili

Snarfarafélögum og fjölskyldum boðið upp á afmæliskaffi í félagsheimili milli kl. 16 og 18.

Snittur og aðrar kaffiveitingar í boði á 50 ára afmælisdaginn.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

 

Laugardagurinn 20. September

Afmæliskvöldverður í félagsheimili

Á laugardagskvöldið verður heljarinnar afmælisveisla og partý í félagsheimili Snarfara og þar sem vín verður í boði verður 20 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Kvöldverðurinn er auk þess aðeins í boði fyrir félagsmenn og þeirra maka.

  • Grillveisla frá Grillvagninum.
  • Fordrykkur
  • Hvítt og rautt yfir borðhaldi meðan birgðir endast
  • Skemmtiatriði

Miðaverð: 8.000 kr. per mann

 

Skemmtinefnd er að klára að ganga frá skemmtiatriðum en félagar mega gera ráð fyrir að taka létta sveiflu á dansgólfinu fram á nótt.

Miðasölu á kvöldverðinn lýkur miðvikudaginn 17. September þar sem Grillvagninn þarf fjöldatölur í tæka tíð. Við biðjum því félaga að hafa snör handtök og ganga frá miðakaupum sem fyrst.

Skrá mig í afmæliskvöldverð

Allar spurningar og ábendingar berist til stjórnar Snarfara á snarfari@snarfari.is

Kær afmæliskveðja - stjórn.