Fjölskyldu- og hreinsunarhelgi

Laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. maí nk. er stefnt á hina árlegu fjölskyldu- og hreinsunarhelgi í Snarfara.

Helgin verður með nokkuð hefðbundnu sniði eins og síðustu ár og verður kveikt upp í grillinu þegar líða tekur á daginn.
Endilega bjóðum fjölskyldum, börnum og barnabörnum með. Hoppukastali og fleira skemmtilegt fyrir þau yngstu.
Við byrjum kl. 09 báða dagana og ef vel gengur og mæting er góð verðum við komin í grillið upp úr hádeginu.

Að hreinsa og gera fínt fyrir sumarið er ekki létt verk og skorum við á sem flesta félagsmenn að mæta á svæðið og taka þátt í starfinu.
Sjáumst vonandi sem flest og hjálpumst að að gera svæðið okkar fínt og fallegt fyrir komandi sumar.

Settur er sá fyrirvari að slæm veðurspá getur breytt plönum. Sent verður SMS ef breyting verður á dagsetningu.