Hér getur þú pantað þér tíma í viðgerðarskemmu Snarfara.
Með því að bóka tíma samþykkirðu notkunarskilmála skemmunnar sem eru taldir upp hér að neðan.
BÓKA SKEMMUNA
Verð: 15.000 kr. per sólarhring.
Leigutími hefst kl. 18:00 og endar kl. 18:00.
Lyklabox er við inngang skemmunar.
Númer fyrir lyklabox verður sent í tölvupósti tveimur klukkustundum áður en leigutími byrjar. <<- Fylgist vel með tölvupóstinum.
Notkunarskilmálar:
-
Viðgerðarskemman er eingöngu ætluð félagsmönnum Snarfara
-
Aðeins má fara með báta sem skráðir eru í félagið í skemmuna
-
Í skemmunni eru leyfðar allar almennar viðgerðir á bátum
-
Málningarvinna með sprautu er stranglega bönnuð, nota skal pensla og rúllur ef á að mála.
-
Hver leigður sólarhringur hefst og endar á miðnætti
-
Óheimilt er að vera lengur en tímabókunin segir til um
-
Þrífa skal og ganga frá eftir notkun og skila skemmunni fyrir miðnætti í lok síðasta leigudags svo næsti aðili komi að skemmunni snyrtilegri
-
Tilkynna skal til stjórnar ef skemman er í óásættanlegu ástandi við upphaf leigu
-
Leigutaki ber ábyrgð á hverju því sem fer inn í skemmuna meðan leigutíma stendur, s.s. bátum, verkfærum, innanstokksmunum, fólki og hverju öðru sem tekið er með inn í skemmu
-
Engin verkfæri fylgja skemmunni
- Lykla skal alltaf geyma í lyklaboxi þegar leigutaki fer af svæðinu, jafnvel í stuttan tíma s.s. hádegismat, öryggisins vegna.
-
Almennt skal ganga um skemmuna af virðingu
Þar til annað er ákveðið verður þjónusta traktorsins innifalin í leiguverði aðstöðunnar, þ.e.a.s. tilfærsla á báti af plani inn í skemmu og aftur út á plan. Að færa bát t.d. úr skemmu beint í sjósetningu rukkast skv. verðskrá.
Leigutaki þarf að setja sig í samband við ökumenn traktors og finna tíma sem hentar báðum aðilum.
Þeir sem eiga kost á því að færa sína báta sjálfir á einkabíl með krók eru hvattir til að gera það.